Enskur cocker spaniel

 

Örstutt um tegundina:

Enskir Cocker Spaniel hundar teljast til vinsælustu hundakynja heimsins.

Þeir tilheyra fælandi og sækjandi fuglahundum og eru með einstakt þefskyn. Hann er síglaður, taugasterkur, tilbúinn að vinna, leika og falla inn í lífsmunstur eiganda síns, sem gerir hann að einum vinsælasta heimilishundinum. 

Hreyfingar eiga að vera sterklega
r með góðri viðspyrnu og yfirferð, feldurinn sléttur og
silkimjúkur.  Hann á að vera þéttvaxinn og sterklegur, vel vöðvafylltur og með góða
heildarsamsvörun í byggingu. 
Feldurinn þarfnast burstunar.  Snyrta þarf feldinn á 6-8 vikna
fresti.


Ræktunarmarkmið fyrir
Enskan Cocker Spaniel:

Heildarsvipur:
Glaður, kátur og þróttmikill veiðihundur, þéttvaxinn og sterklegur, vel vöðvafylltur og með góða heildarsamsvörun í byggingu.  Hæð á herðakamb á að vera jöfn lengd þaðan að skottrót.

Einkenni:
Fjörlegur hundur með skottið sífellt á iði og er það dæmigert einkenni hans, sem endurspeglar gleði og ákafa, sérstakega þegar hann rekur slóð, alls óhræddur við þéttan kjarrgróður.

Lunderni:
Vingjarnlegur og blíður, en þó fullur af gleði og þrótti.

Höfuð:
Trýni kubbslegt með greinilegri ennisbrún mitt á milli snoppu og hnakka.  Höfuðkúpan fagurmótuð og má hvorki vera of fínleg né of gróf.  Kinnbein mega ekki vera áberandi.  Nasir þurfa að vera nægilega opnar fyrir næmt lyktar- og þefskyn hundsins. 

Augu:
Meðalstór en ekki útstandandi og má augnumgerð ekki vera opin,.litur brúnn eða dökkbrúnn, en aldrei ljós.  Þó mega augu vera hnotubrún ef hundurinn er brúnn, brúnyrjóttur eða brúnflekkóttur, til að vera í samræmi við feldlit.  Augnaráð blíðlegt og greindarlegt, en athugult, tært og fjörlegt.

Eyru:
Dropalaga og sett á höfuð í augnhæð og á fingerð eyrnablaðkan að ná að snoppu.  Hárin eiga að vera löng, mjúk og fín, gljáandi og slétt.

Munnur:
Kjálkar sterklegir með jöfnu, lýtalausu og fullkomnu skærabiti, þ.e. tennur í efri kjálka skari þétt tennur í neðri kjálka og séu réttar og reglulegar.

Háls:
Miðlungslangur, vöðvafylltur og vel settur á fínlega hallandi bóginn.  Húð á að liggja þétt á hálsi.

Framhluti:
Bógur hallandi og fínlegur.  Fætur sterklegir, beinir og það stuttir að viðspyrna verði góð, en þó ekki svo stuttir að það hindri þann feikna dugnað sem vænta má af þessum veiðihundi.

Bolur:
Sterklegur og þéttur.  Brjóstkassi vel mótaður og bringa djúp, en má hvorki vera of breið né of mjó að framan.  Rifjahylki vel hvelft.  Lendin stutt, breið, með fastri láréttri yfirlínu sem er hallandi frá afturenda lendarinnar að skottrót.

Afturhluti:
Breiður, vel hvelfdur og vöðvafylltur. Fætur sterklegir, hnjáliðir vel vinklaðir; ekki of hár að hælliði svo góð viðspyrna náist.

Loppur:
Sterklegar með þykkum þófum, álíkar kattarloppum.

Skott:
Ásett aðeins neðar en yfirlína baks.  Verður að iða glaðlega og snúa beint aftur í hryggjarhæð, en ekki sperrast upp.  Venjulegast er skottið stýft, en hvorki of stutt né of langt til að það gæti haft truflandi áhrif á sífellt, glaðlegt iðið, þegar hundurinn er við vinnu.

Gangur/hreyfing:
Sterkleg með góðri spyrnu og yfirferð.

Feldur:
Sléttur og silkimjúkur, aldrei stríðhærður eða of liðaður, ekki of mikill og ekki hrokkinn.  Nægar fjaðrir á framfótum, bol og afturfótum ofan hælliðs.

Litur:
Marvíslegir litir leyfilegir, en sé feldur einlitur má hvergi sjást í hvítt nema á brjósti. 

Stærð:
Hæð: hundar 39-41 cm, tíkur 38-39 cm.  Þyngd á bilinu 13-15 kg. 

Gallar:
Öll frávik frá ofangreindri lýsingu skal líta á sem galla og dæmast í nákvæmlega réttu hlutfalli að því marki sem breytingin er frá ræktunarmarkmiðinu. 

Athugið:
Hundar eiga að hafa  tvö eðlileg eistu
að stærð og lögun og rétt staðsett.

Flettingar í dag: 63
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 151
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 80985
Samtals gestir: 3773
Tölur uppfærðar: 18.5.2022 12:07:28
clockhere

Upplýsingar

Nafn:

Leirdals ræktun

Farsími:

+354 868 9455

Heimilisfang:

Garðbraut 43

Staðsetning:

250 Garður

Heimasími:

+354 421 4619

Um:

Þessi síða er tileinkuð okkar hundum og okkar ræktun. Endilega hafið samband ef þið hafið spurningar!

Tenglar

Útlit hannað af Seddu