|
|
Færslur: 2009 Mars30.03.2009 19:39BloggKomnar myndir í myndaalbúmið af Fjóluhvolpum"! Skrifað af Dísa Mæja 20.03.2009 09:53Leirdals lífiðTakk allir fyrir kveðjurnar á síðasta bloggi..ofsalega gaman að sjá hverjir eru að fylgjast með okkur. Það gengur allt hér eins og í sögu. Fjóla er auðvitað þó ég segi sjálf frá því oooooooofurhundurinn Fjóla"!!! nei nei...en fæðingin gekk rosalega vel og hún gaut 5 hvolpum á tæpri klukkustund,já geri aðrir betur"! Þetta var bara eins og að vera í stórskotahríð og höfðum við varla undan að þurrka hvolpum til að byrja á þeim næsta. En viðstaddir fæðinguna voru ég og Sjana vinkona og ég verð að segja að ég er svo ánægð að eiga þessa yndislegu konu að og ég held að ég sé alltof sjaldan að segja henni það"! En nóg af væmni... En tíkin var búin að eiga 6 hvolpa á 1 og hálfum tíma og gekk allt eins og í sögu. Móðir og hvolpum heilsast vel og er hún natin og góð við þá. En að allt öðru.. Elsku Karen mín ,barnapían hans þóris er að fara að fermast og fór hún í myndatöku núna á dögunum og að sjálfsögðu vildi hún fá myndir af sér og Þórir,Ynju og Fjólu Bólu. Langar bara að sýna ykkur brot af þeim... ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() En það er nóg að gera á stóru heimili en ég lofa að taka fleiri myndir af hvolpunum við fyrsta tækifæri. Þangað til næst ..Dísa Mæja Skrifað af Dísa Mæja 18.03.2009 09:53HvolparÓ já það eru sko komnir hvolpar"! 6 gullfallegir hvolpar komu í heiminn í fyrrinótt. 3 Orange roan og 3 blue roan. 4 stelpur og 2 rakkar. Ég kem með nánara blogg við tækifæri. Bkv Þórdís Skrifað af Dísa Mæja 10.03.2009 09:42Aðalfundur ECSEnska Cocker Spaniel deildin boðar til aðalfundar deildarinnar föstudaginn 27.mars kl 20:00 í Sólheimakoti. Kosning í stjórn Skrifað af Dísa Mæja 09.03.2009 09:54ATHHvolpa- og unghundanámskeið, hlýðni I í Keflavík
Hvolpa- og unghundanámskeið hefst í Keflavík mánudaginn 23. mars kl. 19 ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið er einu sinni í viku í 9 vikur, tveir bóklegir tímar og sjö verklegir. Námskeiðið kostar kr. 24.000.
Námskeið í hlýðni I hefst miðvikudaginn 23. mars í Keflavík ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið er einu sinni í viku í níu vikur og lýkur með verklegu prófi. Námskeiðið kostar kr. 24.000.
Áhugasamir hafi samband við Sigríði Bílddal, sími 691-4498. Skrifað af Dísa Mæja 05.03.2009 09:38Það er orðið slæmt þegar að fólk er farið að hringja í mig og skamma mig fyrir bloggleysi"! Hahahah en það er ágætt þá veit ég að fólk er að skoða síðuna hjá mér reglulega"! Jæja.. Ég var með sýningarþjálfun í hestamiðstöðinni Dal við Hafravatn fyrir sýninguna og vil ég þakka Gunnari Dungal fyrir að vera svo yndislegur að leyfa mér að fá svona góða aðstöðu. Þetta var virkilega góður hópur sem mætti þarna á hverjum sunnudegi og æfði sig saman. Gaman að sjá hvað fólk var líka duglegt að æfa sig milli tíma og munurinn á fyrsta og síðasta tíma var greinilegur. Ég var eins og stolt andarmamma í lok síðasta tíma. Ég fór síðasta miðvikudag í heimsókn í Reykjavík...nánar tiltekið til Ófeigs"! OMG af hverju var ég að selja hann?"! Ég var alveg tveimur skrefum frá því að ræna honum á staðnum"! En svona án gríns þá er þessi rakki svo yndislegur og fallegur að mar getur ekki annað en fyllst stolti þegar að mar horfir á þetta skott. Leirdals Ófeigur að knúsa systir sína. Hérna eru þeir"bræður" Ófeigur og Erró að japla saman á beininu...mmmm mikið betra svoleiðis"! Svo eru Brynhildur og Memphis búnar að vera svo duglegar að æfa sig saman nánast alla laugardaga og þriðjudaga fram að sýningu fyrir unga sýnendur. Jesús minn einasti hvað þær eru flottar saman"! Borghildur með Kolu og Brynhildur með Memphis. Hérna eru þær svo á sýningunni sjálfri og takið eftir lööööngu skrefunum hjá Brynhildi ..já svona á að gera þetta"! Ég verð nú að viðurkenna að ég var farin að svitna og mása upp í stúku þegar að þær fóru inní hringinn en Brynhildur mín stóð sig svo vel að það var aðdáunarvert. Elsku Brynhildur mín þú ert yndisleg"! Sýningin gekk vel hjá okkur í Leirdals ræktun en að þessu sinni voru Memphis og Britten sýnd en Fjóla mín er nú kasólétt og því fjarri góðu gamni á sýningardag. Britten fékk exl og CK og frábæra dóma og Memphis fékk VG og yndislegan dóm. BOB var Hrísdals Engla Elliði sem var svo sannarlega vel að sigri kominn enda glæsilegur rakki í allastaði"! Þannig að nú er allt sýningarstúss búið að sinni og nú tekur við enn skemmtilegri tími ...hvolpastúss. Við ætlum að fara með Fjóluna í röntgen á föstudaginn og telja hvað það eru margir hvolpar í henni. Mjög spennandi. Ég leyfi ykkur að fylgjast með. Jæja ég held að ég sé ekki að gleyma neinu...en þá blogga ég bara aftur Þangað til næst Dísa Mæja Skrifað af Dísa Mæja
Flettingar í dag: 44 Gestir í dag: 8 Flettingar í gær: 133 Gestir í gær: 43 Samtals flettingar: 1329249 Samtals gestir: 178016 Tölur uppfærðar: 13.12.2019 01:02:39 clockhere
|
Eldra efni
Upplýsingar Nafn: Leirdals ræktunFarsími: +354 868 9455Tölvupóstfang: leirdals@leirdals.isHeimilisfang: Garðbraut 43Staðsetning: 250 GarðurHeimasími: +354 421 4619Um: Þessi síða er tileinkuð okkar hundum og okkar ræktun. Endilega hafið samband ef þið hafið spurningar!Tenglar |
© 2019 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is