|
|
Færslur: 2009 Janúar27.01.2009 20:55Hvolparnir farnir á sín heimli..já hvolparnir eru farnir á sín nýju heimili og það er ekki laust við að það sé hálf tómt í kotinu. En það er svo sem nóg að gera á stóru heimili með orm eins og Tóta fljóta og 5 voffa. ![]() Ófeigur býr nú hjá frábærri fjölskyldu í Árbænum og eru þau alveg í skýjunum með gullmolann sinn,enda ekki við öðru að búast. Yndislegur rakki í alla staði og verður spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni"! Líf mun verða áfram í okkar ræktun en mun búa annarstaðar. Hún býr nú í Keflavík hjá sinni fjölskyldu og lætur dekra við sig eins og prinsessuna á bauninni enda hvernig er annað hægt. Hún er án efa mesti villingur sem komið hefur frá Sölku en það verður gaman að sjá hvernig rætist úr þessum villing,en efnileg er hún. Senn líður að sýningu og erum við búin að skrá allt gengið á sýninguna. Mér finnst alltaf svo gaman þessi tími fyrir sýningar...sýningarþjálfanir,klippingar og stress"! Já svona er mar bilaður,ekkert gaman nema að hafa smá fútt í þessu"! En jæja mér sýnist hann Tóti minn ætli að fara með hundana í göngu,best að stoppa hann af"!!! Bestu kv Dísa Mæja Skrifað af Dísa Mæja 23.01.2009 10:28Orð að sönnu"!Lífið á ekki að vera rólyndis rölt að grafarbakkanum með það að markmiði að komast örugg á áfangastað í huggulegum og vel varðveittum líkama. Miklu heldur á það að vera blússandi gleðibuna og ískrandi yndisflug með súkkulaði í annarri og vínglas í hinni í fullnýttum og gatslitnum skrokki öskrandi... Fjárans fjör sem þetta er! B kv Dísa(",) Skrifað af Dísa Mæja 20.01.2009 17:438 vikna skoðun![]() Jæja þá er hin mjög svo skemmtilega 8 vikna heimsókn til dýra búin. Þau fengu að sjálfsögðu bæði góða skoðun og eru þau heilbrigð að öllu leyti. Enda ekki við öðru að búast(",) Svo fer Ófeigur úr hreiðrinu á fimmtudaginn og Líf fer á föstudaginn á sitt nýja heimili. Það er óneitanlega skrýtin og blendin tilfinning að láta þau frá sér, enda búið að ganga mikið á en þetta er engu að síður búið að vera yndislegur tími með þeim og tala nú ekki um böndin sem við erum búin að tengjast. En þau fara bæði á yndisleg heimili þar sem hugsað verður um þau eins og kóngafólk. Þangað til næst..Dísa Mæja Skrifað af Dísa Mæja 19.01.2009 14:16GOTBúið er að para Leirdals Fagurklukku "Fjólu" og Dan-L´s Benjamin Britten "! ![]() Fjóla ![]() Britten Bestu kveðjur og þangað til næst Dísa Mæja ..sem getur varla beðið eftir að fara með Fjóluna í sónar"! Skrifað af Dísa Mæja 15.01.2009 18:09Hips AVorum að fá þær gleðifréttir að Múla Ynja er HD A/A. Sem þýðir það að hún er með heilbrigðar mjaðmir og fríar frá mjaðmalosi en til gamans má geta þess að 5 af gotsystkinum Ynju eru með A/A mjaðmir. Glæsilegt það(",) Skrifað af Dísa Mæja 14.01.2009 11:44Sýningarþjálfun fyrir allaÞórdís María mun halda sýningarþjálfun fyrir allar tegundir og sýnendur þeirra í febrúar næstkomandi. Samtals verða þetta 4 skipti. Verðið er 1.000 krónur skiptið en 3.500 ef greitt er fyrir alla tímana í byrjun. Til að sjá nokkurnveginn fjöldann sem ætlar að koma þarf að senda inn skráningu á disamaeja@simnet.is sem allra fyrst. dagsetningar eru svo hljóðandi: sunnudaginn 8 feb kl 13:00 sunnudaginn 15 feb kl 13:00 sunnudaginn 22 feb kl 13:00 miðvikudaginn 25 feb kl 20:00 Námskeiðin verða haldin í Hestamiðstöðinni Dalur hjá Hafravatni. Keyrt eins og sé verið að fara í Sólheimakot en haldið áfram smá spotta og sést þá hestamiðstöðin vel frá veginum. Með kveðju, Þórdís María Skrifað af Dísa Mæja 03.01.2009 19:23Leirdals ÓfeigurÉg lofa ykkur nýjum myndum von bráðar. Bestu kv.Dísa Skrifað af Dísa Mæja 03.01.2009 15:32Husky gotEr farin að taka niður nöfn á lista fyrir væntanlegt Husky got hjá okkur. Múla Ynja & Bedarra Scipio Africanus Frosti
Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Þórdísi í síma 868-9455 eða sendið tölvupóst á disamaeja@simnet.is Skrifað af Dísa Mæja
Flettingar í dag: 14 Gestir í dag: 4 Flettingar í gær: 133 Gestir í gær: 43 Samtals flettingar: 1329219 Samtals gestir: 178012 Tölur uppfærðar: 13.12.2019 00:28:06 clockhere
|
Eldra efni
Upplýsingar Nafn: Leirdals ræktunFarsími: +354 868 9455Tölvupóstfang: leirdals@leirdals.isHeimilisfang: Garðbraut 43Staðsetning: 250 GarðurHeimasími: +354 421 4619Um: Þessi síða er tileinkuð okkar hundum og okkar ræktun. Endilega hafið samband ef þið hafið spurningar!Tenglar |
© 2019 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is